Nefstífla
Útlit
Nefstífla er læknisfræðilegt vandamál þar sem nasirnar þrengjast vegna bólgna í æðum umhverfis þær. Nefstífla getur orsakast af mörgum hlutum s.s. ofnæmi, kvefi, heymæði, nef- og ennisholusýkingum og fleira. Nefstífla getur verið allt frá óþægindum til lífshættulegs ástands. Nýfædd börn geta einungis andað gegnum nefið. Nefstífla hjá barni á fyrstu mánuðum getur truflað brjóstagjöf og valdið lífshættulegu álagi á öndun þeirra.