Fara í innihald

Nagasaki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nagasaki

Nagasaki er japönsk borg í Nagasaki-héraði á eyjunni Kyushu. Borgin á um 406 ferkílómetralandsvæði og í henni búa um 434 þúsund manns (2014). Borgin var upphaflega byggð af portúgölskum sjófarendum á seinnihluta 16. aldar. Borgin var einn fjögurra staða í Japan þar sem heimilt var fyrir útlendinga að stunda viðskipti á Tokugawa-tímabilinu.

9. ágúst 1945 var kjarnorkusprengju varpað á borgina, með gríðarlegri eyðileggingu. Hermt er að 39 þúsund manns hafi látist af völdum sprengjunnar og 60 þúsund manns til viðbótar hafi særst og mikill fjöldi hafi veikst vegna geislunar.