Fara í innihald

Nafnaþjónn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nafnaþjónn (e. Domain Name System, DNS) er internet þjónusta sem þýðir á milli IP-tölu og netslóðar.

Þegar notandi skrifar inn netslóð í vefskoðara eða annað forrit sem hefur samskipt á internetinu þá þarf tölvan að vita við hvaða tölvu hún á að tala. Tölvur nota IP-tölur til að tala saman, ekki netföng, og þegar notandi biður tölvuna sína um að senda skilaboð á ákveðið netfang þá spyr tölvan fyrirframtilgreindan nafnaþjón hver IP-talan á þessu netfangi sé.

Nafnaþjónar geta verið almennir eins og t.d. nafnaþjónar hjá internet söluaðilum, Google er með opinn nafnaþjón á IP tölunni 8.8.8.8, Cloudflare er líka með nafnaþjón á IP tölunni 1.1.1.1. Einnig geta nafnaþjónar starfað innan staðarnets, t.d. innan fyrirtækja. Þetta er þægilegt þegar komnar eru margar tölvur á vinnustaðinn og kerfisstjórar nafngreina þá vélarnar til að stjórna þeim í stað þess að muna hvaða tölva hefur hvaða IP tölu.

  Þessi tölvugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.