N4

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá N4 Sjónvarp Norðurlands)
Jump to navigation Jump to search

N4 er íslensk sjónvarpsstöð sem sérhæfir sig í fréttum og dagskrárgerð tengdri Norðurlandi. Fyrirtækið var stofnað 1. maí 2006 þegar fyrirtækin Samver, Extra dagskráin, Smit kvikmyndagerð og Traustmynd voru sameinuð sem N4. Samver hafði áður rekið sjónvarpsstöðina Aksjón sem var forveri N4. N4 er staðsett á Akureyri.

N4 er eini íslenski fjölmiðillinn staðsettur utan höfuðborgarsvæðisins. Þeir vilja sýna fólki hvað Íslendingar hafa fram að færa. Þeir halda úti Sjónvarpsstöð, facebook- og instagram síðu, hlaðvarpi og blaði sem kemur út aðra hverja viku ásamt því að bjóða upp á aðstoð við birtingarmál.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]