Núristanmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Núristanmál eru einn af þremur hópum indóíranskra mála kenndur við héraðið Núristan í Afganistan.

Kafírí er úrelt heiti á núristaní mállýskum. Kaffíristan var kallað hérað í Austur-Afganistan og mál þeirra kafírí en eftir að fólk þetta tók við múhammeðstrú kringum 1896 var nafni héraðsins breytt í Núristan og málinu í núristaní. „Kaffír“ þýðir „siðvillingur“ á arabísku og að virðist sem tökuorð í ýmsum málum múslíma. Núristan-fólkið mun skylt Kalahassí fólkinu sem enn heldur í fjölgyðistrú sína þar um slóðir.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.