Fara í innihald

Nægtahorn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nægtarhorn)
Livía með nægtarhorn, stytta frá 1. öld e.Kr.

Nægtahornið eða gnægtahornið (cornu copiae) var horn sem á sér að minnsta kosti tvær skýringar í grískri goðafræði.

Sú fyrsta er sú að þegar Herakles barðist við Akkelóos, sem var allra fljótsguða mestur, um ástir Dejaneiru, brá Akkelóos sér í allra kvikinda líki og varð loks að nauti. Braut Herakles annað hornið af nautinu og fyllti ein dísanna horn þetta af blómum og ávöxtum: Það var hið fyrsta nægtarhornið.

Önnur tilurðarsaga nægtarhornsins er að Amalþeia dóttir Melissosar, Krítarkonungs hafi gefið Seifi geitarmjólk að drekka í reifum. Seifur gaf henni seinna horn geitarinnar, sem hafði þann kraft að geta uppfyllt óskir eiganda síns.

Rómverska gæfu- og örlagagyðjan Fortúna er oft sýnd með nægtarhorn í myndlist.