Nábrók

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nábrókarstafur

Nábrók eru nærbuxur gerðar úr húð látins manns. Nábrók var talin geta fært eigandanum endalausan auð.

Gerð nábrókar[breyta | breyta frumkóða]

Til að næla sér í Nábrók þá skal semja við lifandi aðila til að fá leyfi til þess að nota skinnið af honum dauðum. Þegar svo er að komið, skal fara að næturþeli í kirkjugarðinn og grafa hinn dauða upp. Flá síðan af honum skinnið, allt ofan frá mitti og niður úr í gegn, og lát það verða að smokk. Varast skal að gat komi á brókina. Klæddu þig svo í brókina og verður hún þá óðar holdgróin.

Áður en brókin kemur að notum, verður að stela pening af bláfátækri ekkju, á milli pistils og guðspjalls, á einhverri hinna þriggja stórhátíða ársins og láta hann í pung nábrókarinnar ásamt stafnum. Eftir það munu brækurnar draga að sér fé af lifandi mönnum, svo aldrei verður pungurinn tómur. Varast verður þó að taka þaðan peninginn þjófstolna.

Ókostur brókanna er sá að ekki er hægt að fá þær skilið við sig þegar hann vill, en á því hvílir öll hans andlega heilsa að hann sé búinn að losa sig við þær áður en hann deyr. Eigandinn verður að losa sig við brækurnar áður en hann deyr og fá einhvern til að fara í þær af sér. Verður það með því eina móti gert að eigandinn fari fyrst úr hægri skálminni og jafnskjótt fari hinn er við þeim tekur í hana. Verður þá nábrókin óðar holdgróin. Náttúru sinni halda nábrækurnar mann fram af manni og slitna aldrei.

Dæmi um Nábrók á galdrasafninu á Hólmavík

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]