Nábýlisréttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nábýlisréttur (einnig grenndarréttur) er samansafn reglna á sviði einkaréttar, og stundum allsherjarréttar, innan eignarréttar er takmarkar rétt handhafa eignarréttar til þess að nota eignina ef sú notkun hefur eða gæti skert rétt nágrannans til þess að njóta eignar sinnar í friði. Þessar reglur eru aðallega ólögfestar en dæmi um lögfest tilfelli er regla vatnalaga um að ‚öll vötn skuli renna sem að fornu hafa runnið‘ og er kjarnatilvik hennar að óheimilt sé að breyta árstreyminu svo nágranninn fái lítið eða ekkert vatn.

Við beitingu reglnanna hafa ekki verið gerðar kröfur um að eingöngu eigendur aðliggjandi eigna geti krafist réttarins, heldur hver sá sem fyrir áhrifunum verður. Nágrannar eru taldir þurfa að umbera óþægindi sem stafa af hagnýtingu nálægra eigna að einhverju leiti en engin nákvæm mörk liggja fyrir í íslenskri dómaframkvæmd. Fari óþægindin yfir þau mörk geta þó ýmist leitt til fjárbóta og/eða úrbætur á því ástandi sem leiddi til óþægindanna að hluta til eða öllu leiti, og í sumum tilfellum gæti legið fyrir refsiábyrgð.