Musteri á Indlandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Musterin á Indlandi geta verið alveg frá litlum kofum upp í stórar hallir. Það er aldrei auglýstur tími fyrir guðsþjónustur, í stærstu musterunum eru guðsþjónustur allan daginn þannig að fólk geti komið hvenær sem er. Þar eru styttur bæði að utan og að innan en þangað koma hindúar til þess að biðja og færa fórnir til eftirlætisguðana sinna. Það er mjög vel passað upp á guðslíkneskin og farið með þau eins og lifandi verur.