Munn- og kjálkaskurðlækningar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Munn- og kjálkaskurðlækningar eru sú sérgrein innan tannlæknisfræðinnar sem fæst við greiningu og meðferð sjúkdóma, áverka og meina í mjúkum og hörðum vefjum munnhols, kjálkabeina og andlits.

Munn- og kjálkaskurðlæknar eru tannlæknar sem hafa lokið a.m.k. fjögurra ára löngu sérnámi við sjúkrahúsdeild í sérgreininni. Ekki er hægt að læra munn- og kjálkaskurðlækningar á Íslandi og því hafa allir íslenskir munn- og kjálkaskurðlæknar sótt sérnám erlendis.

Helstu viðfangsefni sérgreinarinnar eru djúplægir endajaxlar, tannplantar, kjálka- og andlitsbrot, alvarlegar tannsýkingar, kjálkafærslur, æxli og aðrar meinsemdir í kjálkum og fl.