Moorgate
Útlit
Moorgate voru bakdyr í borgarvegg Lundúna sem Rómverjar reistu upphaflega. Þeim var breytt í hlið á 15. öld. Hliðið var rifið árið 1762 en nafn þess hefur haldist á einni aðalgötunni í miðborg Lundúna.
Nafnið „Moorgate“ á uppruna sinn að rekja til Moorfields sem var einn síðasti hluti bersvæðis í Lundúnaborg. Núna er hér fjármálamiðstöð, nokkrir fjárfestingarbankar og sögulegar og nýtískulegar skrifstofubyggingar.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Moorgate.