Fara í innihald

Moodle

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Moodle er vefhugbúnaður til að búa til námsvefi. Moodle er í stöðugri þróun og sérstaklega hannaður til að styðja við kennsluhætti byggða á félagslegri hugsmíðahyggju.

Moodle er frjáls hugbúnaður og geta allir sem áhuga hafa nýtt sér hann (samkvæmt skilmálum GNU General Public License).

Moodle er smíðað fyrir netþjóna með PHP-túlk og SQL-gagnagrunn (eins og MySQL).

Orðið Moodle var upprunalega hugsað sem skammstöfun fyrir „Modular Object-Oriented Dynamic Learning Environment“ sem fyrst og fremst væri gagnlegt fyrir forritara og kennslufræðinga. Orðið er einnig sögn sem lýsir því að vinna við eitthvað á eitthvað á afslappaðan hátt, eða ánægjulegu fikti sem stundum leiðir til innsæis og sköpunar. Á þennan hátt vísar orðið Moodle bæði til þess hvernig hugbúnaðarlausnin var þróuð og einnig hvernig nemandi eða kennari gætu hugsanlega nálgast nám og kennslu á Netinu.

Vefur Moodle