Mohammed Saeed al-Sahaf
Útlit
Mohammed Saeed al-Sahaf (f. 30. júlí 1937) var upplýsingamálaráðherra Íraks á meðan á innrásinni í Írak stóð árið 2003.
Al-Sahaf varð þekktur á Vesturlöndum vegna skrautlegra yfirlýsinga sinna í sjónvarpi á tíma innrásarinnar í Írak sem gjarnan voru í litlum tengslum við raunveruleikann. Meðal annars hélt hann því fram að engir bandarískir hermenn væru í Bagdad á sama tíma og Bandaríkjaher hafði tekið yfir miðborg borgarinnar í apríl 2003.[1]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Myndband af bestu augnarblikum Mohammed Saeed al-Sahaf í Windows Media sniði á SkyNews Geymt 12 apríl 2006 í Wayback Machine
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Segja Bandaríkjamenn hafa „framið sjálfsmorð"“. Morgunblaðið. 8. apríl 2003. bls. 17.