Modibo Sidibé
Útlit
Modibo Sidibé (f. 7. nóvember 1952) var forsætisráðherra Malí frá september 2007 til apríl 2011. Hann var áður lögregluforingi en var ráðuneytisstjóri undir ýmsum ráðherrum frá 1986 þar til hann varð heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Alpha Oumar Konaré 1993. Hann varð utanríkisráðherra árið 1997 og síðan forsetaritari (með stöðu ráðherra) þegar Amadou Toumani Touré var kjörinn forseti 2002. Touré skipaði hann forsætisráðherra 2007.