Miðilsgáfa
Miðilsgáfa er umdeildur hæfileiki sem á að gera fólki mögulegt að hafa samband við framliðna. Fólk, sem segist hafa miðilsgáfu, starfar stundum sem miðlar og tekur að sér milligöngu um samband við látna ástvini og aðra. Misjafnt er eftir miðlum hvort þeir taka greiðslu fyrir þjónustu sína eða ekki.
Íslenskir miðlar
[breyta | breyta frumkóða]Nokkrir tugir miðla starfa á Íslandi við að veita öðrum þjónustu sína fyrir greiðslu, en sumir gera það ókeypis. Þekktastur íslenskra miðla er Þórhallur Guðmundsson, en meðal annarra þekktra má nefna Garðar Jónsson, Hermund Rósinkranz Sigurðsson, Maríu Sigurðardóttur, Skúla Viðar Lórenzson, Valgarð Einarsson og Þórunni Maggý Guðmundsdóttur. Íslenskir miðlar starfa sumir sjálfstætt, en sumir í félögum á borð við Sálarrannsóknafélag Íslands og Sálarrannsóknafélag Akureyrar
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Gerðist uppvís um svik en fólk trúði enn Geymt 21 apríl 2022 í Wayback Machine, ruv.is, 21. apríl 2022