Fara í innihald

Mississauga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gróft kort af borginni.
Mississauga.

Missisauga er borg í suður-Ontaríó í Kanada. Hún er 6. stærsta borg landsins með 721.599 íbúa (2016). Borgin er hluti af Stór-Toronto svæðinu, er samtengd Toronto og er yfirleitt talin úthverfi hennar.

Borgin heitir eftir Algonkinsku frumbyggjunum Mississauga. Þeir hröktu annan frumbyggjahóp Írókesa af svæðinu á 18. öld. Uppruna borgarinnar má rekja til 1805 þegar embættismenn frá York (síðar Toronto) keyptu land af frumbyggjum.

Í dag er borgin fjölmenningarborg og eru stærstu minnihlutahópar árið 2011: Suður-Asíubúar: 21,8%, Kínverjar: 7,1%, svartir: 6,3%, Filippseyjingar: 5,6%. Hvítir eru 45,8%. Rúmlega helmingur hefur annað móðurmál en ensku. Á hverju ári í maí er fjölmenningarhátíðin Carassauga haldin í borginni.

Ein stærsta verslunarmiðstöð Kanada er í Missisauga: Square One Shopping Centre. Flugvöllurinn Toronto Pearson International Airport er innan borgarinnar.


Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Mississauga“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14 feb. 2017.