Miradsj

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Miradsj er stytting á Kitab al-Miradsj (arabíska: كتاب المعراج sem þýðir: Uppstigningabók) en það er rit sem fjallar um för Múhammeðs frá Mekka til Jerúsalem og þaðan til himnaríkis, og aftur til Mekka. Bókin skiptist í 7 kafla. Miradsj er haft um þessa ferð hans, en einnig bókina.

Á seinni hluta 14. aldar var bókin þýdd á latínu sem Liber Scale Machometi og seinna á spænsku, og ekki leið á löngu áður en hún kom út á forn-frönsku. Samkvæmt sumum fræðimönnum hefur lýsing höfundar á helvíti haft mikil áhrif á Dante Alighieri og verk hans Hinn guðdómlegi gleðileikur.