Milgramtilraunirnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Uppsetning Milgramtilraunanna

Milgramtilraunirnar eru tilraunir á hlýðni og undirgefni sem gerðar voru undir stjórn sálfræðingsins Stanley Milgram á sjöunda áratug 20. aldar. Milgramtilraunirnar eru án efa á meðal þekktustu rannsókna í sálfræði fyrr og síðar. Þótt mörgum finnist þær siðferðislega rangar er mikilvægi þeirra í félagssálfræði óumdeilt.

Í Milgramtilraununum áttu þátttakendur að gefa öðru fólki raflost að áeggjan rannsakandans (í raun var þó ekkert raflost gefið). Fjölmargir þátttakendur voru tilbúnir til að ganga alla leið þótt þeim væri það auðsjáanlega ekki ljúft.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.