Fara í innihald

Míkís Þeoðorakís

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Mikis Theodorakis)
Míkís Þeoðorakís.

Míkhaíl „Míkís“ Þeoðorakís (gríska: Μιχαήλ "Μίκης" Θεοδωράκης, fæddur 29. júlí 1925 – látinn 2. september 2021) var grískt tónskáld sem samdi yfir 1000 verk. Hann var undir áhrifum frá grískri þjóðlagatónlist. Þeoðorakís samdi tónlist fyrir kvikmyndirnar Grikkinn Zorba (1964), Z (1969) og Serpico (1973).

Þeoðorakís var vinstrisinnaður og var tengdur Gríska kommúnistaflokknum. Hann var kosinn á þing 1964, 1981 og 1990 og varð eitt sinn ráðherra. Hann var þekkt rödd og tákn gegn herforingjastjórninni 1967–1974 og var fangelsaður, pyntaður og tónlist hans bönnuð.