Michelsen úrsmiðir
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Michelsen úrsmiðir (Franch Michelsen ehf) var stofnað 1. júlí 1909 á Sauðárkróki, af Jörgen Frank Michelsen (1882-1954), 27 ára gömlum dönskum úrsmíðameistara frá Horsens í Danmörku. Í fyrstu hét fyrirtækið J. Fr. Michelsen – Úr&Skartgripir og var verslun og úrsmíðavinnustofa. Útibú í Reykjavík var opnað árið 1943, af Franch Michelsen, syni J. Franks. Árið 1946 voru verslanirnar sameinaðar í Reykjavík, þegar J. Frank flutti ásamt fjölskyldu til Reykjavíkur.
Franch Michelsen (1913-2009) lærði úrsmíði á verkstæði föður síns og Iðnskólanum í Reykjavík. Hann fór til frekara náms til Kaupmannahafnar árið 1937 og útskrifaðist með einkunnina „ultra godt“, hæstu einkunn sem gefin var. Um tíma vann Franch hjá Carl Jonsén, konunglegum hirðúrsmið, þar sem hann gerði m.a. við úr Alexendrinu Danadrottningar. Franch var þekktur fyrir mikla fagmennsku og leiðtogahæfileika og undir hans handleiðslu nutu 12 nemar þekkingar hans á faginu sem útskrifuðust sem úrsmiðir. Franch var virkur meðlimur hjá Kaupmannasamtökunum sem og hjá Úrsmíðafélagi Íslands en hann var sæmdur gullmerki félagsins fyrir störf sín í þágu þess.
Frank Ú. Michelsen (1956) lærði úrsmíði hjá föður sínum og í Iðnskólanum í Reykjavík. Árið 1978 fór Frank aðra leið en úrsmiðir höfðu gert á Íslandi er hann sótti um og komst að hjá hinum heimsþekkta WOSTEP úrsmíðaskóla í Neuchatel í Sviss, fyrstur Íslendinga.
Róbert F. Michelsen (1984) lærði úrsmíði hjá föður sínum samhliða framhaldsskólanámi. Árið 2007 hóf hann nám hjá WOSTEP í Neuchatel í Sviss og útskrifaðist þaðan árið 2009.
Árið 2009, í tilefni þess er 100 ár voru frá stofnun fyrirtækisins, var markaðsnafni Franch Michelsen ehf breytt í MICHELSEN og nýtt lógó tekið í gagnið - til marks um nýja tíma fyrirtækisins. Engar breytingar voru gerðar á rekstrarformi Franch Michelsen ehf við þessa breytingu á markaðsnafni.[1]
Michelsen úrsmiðir eru með sölu og þjónustu fyrir Rolex á Íslandi, og hafa verið einkaumboðsaðili Rolex á Íslandi frá árinu 1981. Fleiri heimsþekkt gæðamerki sem í boði eru hjá Michelsen eru m.a. TAG Heuer, Tudor og Romain Jerome.
Á 100 ára afmæli fyrirtækisins árið 2009 voru Michelsen úrin endurvakin eftir 70 ára hlé með sérstakri afmælisútgáfu og merkið í dag fer sístækkandi. Stórglæsileg armbandsúr þar sem samtvinnast mikil reynsla og þekking fagmanna innan Michelsen fjölskyldunnar en úrin eru framleidd með endingu og gæði að leiðarljósi að ónefndri góðri hönnun þar sem íslensk náttúra hefur veitt úrsmiðunum innblástur.
Af öðrum merkjum sem seld eru má nefna Movado, Georg Jensen, Armani, Daniel Wellington, Fossil, Hugo Boss, Michael Kors, Skagen, Tissot, Tommy Hilfiger og Casio.[2]