Mexíkóhásléttan
Útlit
(Endurbeint frá Mexíkóska hásléttan)
Mexíkóhásléttan (spænska: Altiplanicie Mexicana) er stórt hálendi í norður og mið-Mexíkó sem spannar frá landamærum Bandaríkjanna í norðri og að mexíkóska eldfjallabeltinu í suðri. Fjallgarðarnir Sierra Madre Occidental og Sierra Madre Oriental marka hásléttuna í vestri og austri. Flatarmál er rúmlega 600.000 ferkílómetrar.
Meðalhæð hásléttunnar er 1.825. Í fylkinu Zacatecas er henni skipt í norður (Mesa del Norte) og suður (Mesa Central). Sú syðri er hærri og eru þar einar stærstu borgir landsins, þar á meðal Mexíkóborg. Eyðimerkur og runnagróður einkenna sléttuna en furu og eikarskógar eru í fjalllendi.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Mexican Plateau“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. jan. 2023.