Fara í innihald

Metrabylgja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjónvarpsloftnet fyrir móttöku sjónvarpsmerkis á metrabylgju.

Metrabylgja eða VHF-bylgja (úr ensku, Very High Frequency) er útvarpsbylgja með tíðnisvið á milli 30 og 300 MHz. Bylgjulengd metrabylgju er því milli 1 og 10 metrar. Næsta tíðnisvið fyrir neðan metrabylgju er hátíðnibylgja (HF) og næsta tíðnisvið fyrir ofan er örbylgja (UHF).

Útsendingar á metrabylgju nást í meginatriðum í sjónlínu og stöðvast við hæðir og fjöll. Þær geta ferðast eilítið lengra en sjóndeildarhringurinn vegna endurkasts, eða allt að 160 km. Metrabylgjan er mest notuð fyrir FM-útvarp, sjónvarpsútsendingar, talstöðvarsamskipti á landi og sjó, stafrænar hljóðútsendingar, útvarpsmótöld og samskipti radíóamatöra. Flugumsjón notast líka við metrabylgju að hluta. Metrabylgjan er hæsta tíðnin sem hægt er að nota með litlum handsenditækjum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.