Merski

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merski, sem einnig nefnist flæðiland, myndast þar sem land stendur lágt við strönd eða árósa og sjávarfalla gætir. Marhálmur, strandstjaki, köngulax, salturt og fleiri plöntur þola seltuna í jarðveginum. Þarna geta ýmsir fuglar, t.d. gæsir, endur og þernur, fundið æti allt árið og þeir sækja þangað ekki hvað síst á vetrum þegar vötn inni í landi eru lögð. Margir fuglar verpa og koma upp ungum sínum á merskinu og aðrir leita þar hvíldar og ætis á löngu farflugi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.