Menningarsetur múslima á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Menningarsetur múslima er skráð trúfélag með 406 meðlimi. Söfnuðurinn er annar tveggja sem aðhyllist íslam eða múslimatrú. Söfnuðurinn hefur tekið skref að því að búa til menningarmiðstöð múslima. Karim Askari, varaformaður Menningaseturs múslima, er talsmaður fjögurra manna stjórnar sem annast framkvæmd á Ýmishúsinu við Skógarhlíð til að gera það hæft sem menningarmistöð fyrir múslima.[1] Stærsti styrktaraðili félagsins eru Al-Risalah-samtökin í Sádí-Arabíu.

Menningarseturs múslíma var stofnað 2009[2] eftir klofning frá Félagi múslíma þar sem þáverandi formanni þótti trúarhugmyndir þeirra of öfgafullar.[3] Ímman eða trúarleiðtogi félagsins, Ahmad Seddeq, varð mjög umdeildur á Íslandi 2013 eftir viðtal í sjónvarpsþættinum Spegillinn á RÚV þar sem hann viðraði þá skoðun sína að samkynhneigð stuðli að því að börnum sé rænt og þau seld á mörkuðum og að konur þurfi að hylja hár sitt til að koma í veg fyrir framhjáhald.[4]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Ýmishúsið verður menningarmiðstöð múslíma“. Eyjan.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. september 2010. Sótt 7. september 2010.
  2. „Ahmadiyya-múslimar“. kennslaogtru.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 21. júlí 2012.
  3. „Bænastarf múslima í Ýmishúsinu hefst um helgina“. visir.is. Sótt 21. júlí 2012.
  4. „Umdeildur trúarleiðtogi í Reykjavík“. RUV.is. Sótt 21. júlí 2012.