MediaStream Records
MediaStream Records var íslenskt plötufyrirtæki og umboðsskrifstofa í eigu MediaStream ehf.
MediaStream Records – Saga fyrirtækissins
[breyta | breyta frumkóða]MediaStream ehf. var stofnað sumarið 2006 af Steinari Jónssyni[1] sem þá var trommari í pönkbandinu Capybara[2]. Þegar Capybara hætti tók fyrirtækið nýja stefnu og hóf að koma á framfæri íslenskum röppurum. Í júní 2007 var umboðsskrifstofan MediaStream Agency[3] stofnuð með þann tilgang að sinna umboðsmennsku fyrir Dabba T, Hugrof og aðra tónlistarmenn. Í ágúst 2007 var útgáfuútgáfan MediaStream Music stofnuð og mánuði síðar var gefin út platan Óheflað Málfar[4][5][6] með Dabba T. Saman unnu MediaStream Agency og MediaStream Music að því að skipuleggja tónleika, fylgja plötuútgáfum og þjónusta tónlistarferil listamanna sinna. Í apríl 2008 var starfsemin loks sameinuð undir nafninu MediaStream Records (skráð MediaStream ehf. í fyrirtækjaskrá)[7].
Rekstri MediaStream ehf. lauk svo endanlega árið 2014[8].
MediaStream ehf. listamenn
[breyta | breyta frumkóða]Fyrrum listamenn MediaStream Records
[breyta | breyta frumkóða]- Haffi Haff (2008, 2010-2013)
Fyrrum listamenn MediaStream Music
[breyta | breyta frumkóða]- Capybara (2006-2007) - Eina skráða bandið sem spilaði ekki hip-hop fyrir 2008 breytingarnar
- Hugrof (2007)
- Dabbi T (2007-2008)
- TG (Daniel Alvin & Kristmundur Axel) (2007)
- Óskar Axel (2007-2008)
- George Focus[óvirkur tengill] (2008)
Hljóðversrekstur (2006-2009)
[breyta | breyta frumkóða]Í lok 2006 átti fyrirtækið hljóðver sem hét Studio 112[9] staðsett í Reykjavík. Hljóðverið var notað fyrir hljóðupptökur og kvikmyndamix en því var endanlega lokað í maí 2007.
Í janúar 2009 opnaði fyrirtækið svo annað hljóðver undir nafninu Studio Róm[10] þar sem meðal annars var hljóðrituð platan Erkiengill með Gummzter. Studio Róm var svo lokað í september 2009[11].
MediaStream Records tónlistarstefnur
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina verið með fjölbreyttar tónlistarstefnur s.s. pönk, popp og raftónlist en mest hefur þó verið einblínt á útgáfu hip-hop tónlistar[12].
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Viðtal við Steinar í Fréttablaðinu í september 2007“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. september 2007. Sótt 14. september 2007.
- ↑ Capybara MySpace
- ↑ MediaStream ehf. MySpace
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Albúm: Óheflað málfar | Hljóðsafn.is“. hljodsafn.is. Sótt 20. ágúst 2023.
- ↑ „Dabbi T - Óheflað málfar (2007) MS-001 - MediaStream Music - Leitir.is“. leitir.is (enska). Sótt 20. ágúst 2023.
- ↑ Dabbi T – Óheflað Málfar gagnrýni
- ↑ Heimasíða MediaStream Records
- ↑ „Á ferð og flugi ehf. (áður MediaStream ehf.) kt. 4502071520“. Skatturinn - skattar og gjöld. Sótt 20. ágúst 2023.
- ↑ Myndir úr gamla Studio 112[óvirkur tengill]
- ↑ „Leitar að arftökum Quarashi - Vísir“. visir.is. 22. janúar 2009. Sótt 20. ágúst 2023.
- ↑ Studio Róm MySpace
- ↑ MediaStream Records MySpace