Meðalganga
Útlit
(Endurbeint frá Meðalgönguaðild)
Meðalganga í lögfræði er þegar þriðji aðili stefnir sjálfum sér inn í dómsmál með meðalgöngustefnu. Beiting þessa úrræðis er nokkuð sjaldgæf í íslensku réttarfari.
Aðalmeðalganga og aukameðalganga
[breyta | breyta frumkóða]Meðalganga skiptist í aðalmeðalgöngu og aukameðalgöngu. Aðalmeðalganga felst í því að aðilinn sem vill stefna sér inn í málið vill skipta út einum stefnanda málsins fyrir sig eða vill bæta sér við sem stefnanda við hlið hinna. Aukameðalganga felst í því að þriðji aðilinn gerir dómkröfu um tiltekin málsúrslit gagnvart öðrum stefnda í sama máli, enda myndi niðurstaðan gagnvart hinum hafa lagaleg áhrif á réttindi sín og/eða skyldur.