McFly

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

McFly er bresk popp-rock hljómsveit sem stofnuð var 2003. Hún er skipuð Danny Jones, Dougie Poynter, Harry Judd og Tom Fletcher.

Tom Fletcher (söngvari og gítarleikari) var góður vinur James Bourne úr strákahjómsveitini Busted. Tom fór fyrst í áheyrnaprufu til að komast inn í Busted en komst ekki inn, svo hann stofnaði sína eigin hljómsveit McFly en hljómsveitin dregur nafn sitt af aðalpersónu Back to the Future myndanna, Marty McFly, en þær eru uppáhaldsmyndir Tom. Tom stofnaði McFly með Danny Jones, (söngvari og gítarleikari). Síðan fundu þeir Harry Judd (trommuleikari) og Dougie Poynter (bassagítar), sem komu í prufu fyrir hjómsveitina. En frá því að bandið byrjaði hafa þeir verið góðir vinir Busted, enda Tom besti vinur James og svo var annar aðili Busted, Charlie Simpson, sem gekk i sama skóla og Harry Judd í Mcfly, svo það voru mikil tengsl þar á milli.

Mcfly bættu met Bítlanna í að vera yngsta hljómsveitin til að ná smáskífu í fyrsta sæti á breska vinsældalistanum, Dougie var aðeins 15 ára þegar McFly byrjaði. Frá 2004 hafa McFly orðið sívinsælli með árunum. Fyrsta platan þeirra, Room On The 3rd Floor kom út 2004 svo kom Wonderland 2005, þriðja platan þeirra Motion In the Ocean kom 2006 og All the Greatest Hits kom 5. nóvember 2007. Nýjasta plata þeirra Radio: Active kom svo 2008. Þeir tóku hana upp í Ástralíu. Þeir fengu enskt dagblað, The Mail on Sunday, til að setja eitt eintak í hvert blað til að fá fleiri til að hlusta á lögin þeirra, kannski þá sem höfðu ekki hugsað sér að hlusta á tónlistina þeirra áður. Þeir sem keyptu The Mail on Sunday fengu semsagt plötuna frítt og áður en platan kom í búðir. Strákarnir hafa líka verið duglegir við að gera sínar eigin útgáfur af frægum lögum. Þeir hafa einnig verið mjög duglegir við það að taka þátt í góðgerðarmálum.

Mcfly lék í myndinni Just My Luck með þeim Lindsey Lohan og Chris Pine. Þar léku þeir sjálfa sig þar sem þeir voru að reyna að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Þeir hafa líka birtst í mörgum sjónvarpsþáttum og í Miss World keppninni 2008 sungu þeir tvö af lögunum sínum og voru aðalhljómsveitin í keppninni.

Þann 25.nóvember 2009 tilkynnti Tom á Twitter síðu sinni að Mcfly hefði verið að semja nýtt efni í samstarfi við tónlistarmanninn Taio Cruz og verið að semja fyrir stelpnahljómsveitina The Saturdays. Þann 10.september 2010 tilkynntu þeir svo að nafnið á nýju plötunni yrði Above the Noise. Í september 2010 hafði Mcfly átt 17 lög sem höfðu komist inná topp 20 vinsældarlistann, 7 lög sem höfðu náð fyrsta sætinu á breska vinsældarlistanum og 15 lög sem höfðu komist inná topp 10 listann.

Mcfly hefur unnið til fjölda verðlauna frá því að þeir byrjuðu árið 2004 enda mjög vinsæl hljómsveit víða um heim og hefur selt meira en 8 milljón plötur.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.