Fara í innihald

Matthias D. Day

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Landsvæðin við Halifax-ánna í Flórída var að mestu notað til akuryrkju þar til þau voru flest brend af Seminole-Indjánum 1835, og eftir það lá svæðið að mestu tómt þar til eftir þrælastríðið, fyrir utan verkamenn sem komu að vetrinum til að höggva tré til skipasmíði.


Eftir þrælastríðið komu til svæðisins innflitjendur norðan frá. Matthias Day frá Mansfield, Ohio -- sem aflaði sér tekna með því að selja tæki í sykurmillur og allmenn tól til sveitastarfa, kom til svæðisins 1871 og keypti 2 145 ekrur af því sem þá var kallað Samuel Williams Plantation fyrir 8000 dollara.

Day tók með sér 14 verkamenn þar með talinn frænda sinn, Calvin Day, og sögunarmillu.


Byggðu þeir hótel á tveimur hæðum. Kallaði Day hótel þetta Colony House eða Nýlenduhúsið. En húsið var ófullklárað því þá vantaði þakefni vegna þess að eithvað fór úrskeiðis í sendingu.

Í staðin fyrir þakefni settu þeir greinar af palmettó-trénu sem þak og kölluðu Palmetto House, og var það fyrsta húsið í Daytona.

Tuttugu hús höfðu verið byggð 1873, auk eins almenns verslunarhúss og pósthúss.

Day, hinsvegar, tókst ekki ætlunarverk sitt. Sala á húsunum gekk treglega og hann varð gjaldþrota á lánunum og sneri til baka til Ohio. Landsvæðið var tekið upp og selt til annara fjárfesta.


Um hádegisbil July 26, 1876, komu saman 25 bæjarbúar við verslun William Jackson á horni Orange Avenue & Beach Street og stofnuðu bæjarfélag og ákváðu að nefna það eftir Day.

Sonur Day Matthias W. Day, hlaut nokkurn veg innan hersins, hlaut æðstu viðurkenningu hans (the Medal of Honor) fyrir þjónustu í Apache-stríðinu á seinni helmingi 19. aldar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]