Fara í innihald

Mastix

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mastixtár.

Mastix er trjákvoða sem kemur úr mastixrunnanum og hefur öldum saman verið notað sem krydd, aðallega í sætindi og eftirrétti, en líka tuggið til að sporna gegn andfýlu. Nafnið er dregið af gríska orðinu μαστιχάειν mastikein („að gnísta tönnum“) og hefur ratað inn í ýmis tungumál sem orð fyrir að tyggja. Mastix hefur beiskt bragð í fyrstu, en fær svo keim sem minnir á furunálar. Mastix hefur líka verið kallað „tár Kíosar“ þar sem það er upprunnið á grísku eyjunni Kíos.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.