Fara í innihald

Mars Polar Lander

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd sem á að sýna Mars Polar Lander á Mars

Mars Polar Lander (einnig þekkt sem Mars Surveyor '98 Lander) var 290 kg sjálfstýrt lendingarfar sem NASA sendi til Mars 3. janúar 1999 til að rannsaka jarðveg og loftslag á pólsvæðum plánetunnar. Helsta ástæðan fyrir leiðangrinum var grunur NASA um að frosið vatn væri að finna á þessum svæðum. Geimferðin var hluti af Mars Surveyor '98-áætluninni. Eftir að lendingarfarið fór inn í lofthjúp Mars 3. desember 1999 náðist ekki samband við það. Talið er að eldflaugin sem átti að hægja á farinu í lendingu hafi hætt of snemma með þeim afleiðingum að það hafi skollið harkalega á yfirborði Mars.

Árið 2008 lenti geimfarið Phoenix á Mars og gerði flestar þær rannsóknir sem Mars Polar Lander var ætlað að gera.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.