Markþjálfun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Markþjálfun er virkur viðtalssamningur sem hefur afmarkaðan tilgang og útkomuvæntingar. Markþjálfar beita ýmsum viðtalsverkfærum við að vinna að tilganginum til að uppfylla útkomuvæntingarnar eða að taka framúr þeim. það að fara í markþjálfun sem inniheldur regluleg viðtöl getur kallað á mikla innri vinnu og endurröðunar viðhorfs, gilda og hegðunar samkvæmt þeim löngunum og tilgangi sem samið er um í upphafi. Í grunninn er markþjálfun fyrir heilbrigt fólk sem vill ná auknum árangri og vera skilvirkara í því sem það er eða vill taka sér fyrir hendur. Stuðningur við persónulegar umbreytingar með speglun og áskorunum sem byggja á persónulegum markmiðum. Markþjálfun er þessvegna ný faggrein sem er virkar meðal annars sem undirgrein stuðnings og þjálfunarstétta.

Samband markþjálfa og sækjenda[breyta | breyta frumkóða]

Grunnkröfur til allra markþjálfa samkvæmt ICF[1] er að markþjálfi er ekki að velta sér uppúr sínum hugmyndum um hvað sækjandi ætti að gera og hann er ekki leiðbeinandi um hvað sækjandi á að velja. Ef 'traust', 'trúnaður', 'góð nærvera', 'öflugar spurningar' ásamt stuðningi við 'sjálfsvitundarvakningu' og 'sjálfsprottnar aðgerðir' er ekki fyrir hendi, þá getur viðkomandi ekki fengið neinar vottanir frá ICF.

Í viðtali við markþjálfa þá velur sækjandi það umræðuefni sem honum finnst mikilvægt að nota tímann í þessa stundina innan þess ramma sem um var samið í upphafi þegar sambandið var formfest. Markþjálfi hjálpar sækjenda að sækja inná það umræðuefni. Reyndur markþjálfi leitast við að kanna mögulegar árangursvörður og undirliggjandi atriði sem snúa að því að ná útkomum samkvæmt upphaflegu markmiði og athugar hvort sækjandi sé að fá það sem hann leitar eftir.


Ólík verkefni markþjálfa[breyta | breyta frumkóða]

Hægt er að beita markþjálfun við lausn ólíkra verkefna, fleiri dæmi um slíkar nálganir bætast við reglulega. Hér fyrir neðan er nánari skýring á ólíkum verkefnum og þeim merkimiðum sem hafa verið settar á þær. Það er oft mikil skörun í nálgun ólíkra verkefna, en hér er stuðst við þá merkimiða sem við þekkjum þar sem leit okkar af þekkingu á ólíkum atriðum byggist á þeim merkimiðum sem við þekkjum.

Markþjálfar notar ólík viðtalsverkfæri til dæmis miðuð endursögn, virk hlustun, sterkar spurningar, endurtekinn skýrleiki. Sem hjálpar sækjenda að hliðra sjónarhorni sínu og þannig að sjá ólíkar lausnir til að ná markmiðum sínum.[2] Þessi færni eru notuð þegar sækjendur fá þjálfun á hvaða sviði sem er. Í þessum skilningi er markþjálfun stuðningsstétt þar sem stutt er við sækjendur í hvaða mannlegri viðleitni sem er, allt frá áhyggjum sínum í persónulegum málum, faglegum, íþróttum, félagslegum, fjölskyldu, stjórnmálum, andlegum þáttum.

Verkefna-markþjálfun[breyta | breyta frumkóða]

Verkefna-markþjálfun er fagleg stuðningstarfsemi sem veitir þróunarstuðning við einstaklinga, teimi, rekstur og samfélög með það að markmiði að auka og styðja burðargetu og skilvirkni verkefnastjórnunarteymis[3] .

Viðskipta-markþjálfun[breyta | breyta frumkóða]

Viðskipta-markþjálfun veitir jákvæðan stuðning og endurgjöf til einstaklinga eða hópa til að bæta persónulega árangur þeirra í atvinnurekstri. þjálfun forstjóra og framkvæmdastjóra ásamt leiðtoga og forystu þjálfun lykilmanna. Margir Viðskipta-markþjálfarar kalla sig ráðgjafa og fást einnig við fyrrtækjaráðgjöf á ýmsum sviðum stjórnunar og viðskiptaráðgjafar.[4] Velta í viðskipta-markþálfun árið 2007 var að aukast um allt að 18% á ári í okkar heimshluta[5] og er ein af þeim greinum sem er með hvað hraðasta vöxt í heiminum öllum[6]

Persónu-markþjálfun[breyta | breyta frumkóða]

Persónu-markþjálfun er þjálfunarferli sem er byggt upp eftir þörfum persónunnar sem sækir þjálfun, ferlið er hannað og markað með samningi á milli sækjandans og markþjálfara og byggir á markmiðum, vörðum og áhuga sem sækjandi segist hafa. Persónu-markþjálfi tekur aldrei leiðtogahlutverk eða ráðgjafahlutverk í þjálfuninni heldur byggist þjálfunin á þeim samningi sem gerður við hvern tíma. Að þessu leyti er persónu-markþjálfun tillitssöm fyrir einstaklingnum sem lærir að breyta höfundarvaldi sem leiðtogi í eigin lífi. Persónu-markþálfi gerir aldrei meira en sækjandinn. ðferðin stuðlar aðeins að viðhorfsbreytingu sem byggir á gildum einstaklingsins en ekki kenningum um fyrirfram ákveðnin gildi.[7]

Árekstra-markþjálfun[breyta | breyta frumkóða]

Árekstra-markþjálfun "Conflict coaching" er mikið notað bæði í skipulagsheildum eisnog við breytingastjórnun, við hjónaráðgjöf og annarsstaðar þar sem samskipti skipta máli. Eins og aðrar nálganir af þessu tagi þá er grunnhugmyndin sú að áreksturinn eða átökin skapa opnun og tækifæri til breytinga, til bættra sambanda, betri samskipta og lausna sem gagnast ferlirum betur.

ADHD-markþjálfun[breyta | breyta frumkóða]

Sérhæfing ADHD markþjálfa liggur í aðferðasamsetningu sem talar sérstaklega til lífsmunstur einstaklinga með ADHD. Áhersla er á þjálfun með ákveðin verkfæri sem hafa hjálpað fólki með ADHD. Til viðbótar við tímastjórnun, skipulag, markmiðasetningu og að klára verkefni þá er þjálfun í að auka skilning sækjenda á áhrifum ADHD á líf og starf með tilheyrandi stuðningi í hlutverkaþjálfun og væntingastýringu. Vegna upplifunar margra á höfnun gagnvart samfélaginu, þá er aukin þörf á speglun í markþjálfunarsambandi til virkar sjálfsvitundar um eigið gildi og hæfileika þrátt fyrir takmarkanir, þessi innri átök við sjálfsmat sem er litað af gildum samfélagsins frekar en eigin gildum.[8]

Lífsstíls-markþjálfun[breyta | breyta frumkóða]

Byggir á ýmsum verkfærum og aðferðum frá öðrum greinum, svo sem félagsfræði, sálfræði, jákvæðri þróunarfræði og starfsráðgjöf til að hjálpa fólki að finna og ná fram persónulegum markmiðum. Sérstaðan er studd með öðrum fræðum einsog gráðum í sálfræði félagsráðgjöf, dáleiðslu, drauma greiningu, miðlun eða öðrum greinum sem hjálpa við að veita góða leiðsögn. Hins vegar er ekki endilega meðferðar eða ráðgjafarréttindi þar á bakvið. sálfræðileg inngrip og viðskiptalegar greiningu liggja stundum fyrir utan verksvið einstaklra lífs-markþjálfara, það fer allt eftir samsetningunni. Fagfélög meðferðaraðila og félagsráðgjafa ásamt öðrum gagngrínendum benda á að þó aðferð markþjálfunar henti vel til verkefna, þá þarf samsetning lausna sem boðnar eru að passa við menntunarbakgrunn þannig að faglega sé staðið að málum.[9][10][11][12]

Nám í markþjálfun á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Markþjálfun hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi. Hún hefur verið kennd við Markþjálfunarskóla Profectus, Evolvia og við Háskólann í Reykjavík. Svið markþjálfa eru ólík og þá er að finna á öllum sviðum íslensks samfélags.

Hversvegna markþjálfun[breyta | breyta frumkóða]

Þetta er þjálfun fyrir alla þá sem vilja læra fjölbreyttar aðferðir, tengjast tilganginum, þekkja og nýta hæfileika sína og þróa lausnir sem stuðla að hamingju og velgengni. Þú skoðar og skynjar hvað sameinar það besta í þér, þjálfar færni til að virkja það og beina því í farsælan farveg.[13]

Ávinningur markþjálfunar[breyta | breyta frumkóða]

Með því að starfa með markþjálfa geturðu öðlast[14]

 • Skýrari framtíðarsýn og gildi
 • Meiri sköpunargleði
 • Meiri aga
 • Skilvirkari framkvæmd
 • Meira hugrekki og þor
 • Markvissari forgangsröðun
 • Virkjun nýrra tækifæra
 • Aukna hæfni og kraft
 • Aukna velgengni
 • Meiri meðvitund
 • Aukna virkni
 • Innihaldsríkara líf

Fyrir hverja er markþjálfun[breyta | breyta frumkóða]

Fjölbreyttar ástæður geta haft áhrif á það hvers vegna einstaklingur eða teymi kýs að vinna með markþjálfara. Hér á eftir eru taldar upp tíu ástæður sem notaðar voru í kynningu frá Opna Háskóla HR[15]

 • Brýn og ögrandi verkefni í sjónmáli.
 • Skortur á þekkingu, hæfni, sjálfstrausti eða aðföngum.
 • Krafa um að ná stórum áfanga á skömmum tíma.
 • Mótdrægni eða áföll, sem krefjast stefnubreytinga.
 • Samskiptastíll stjórnanda hamlar árangri í starfi.
 • Það skortir á skýrleika þegar kemur að valkostum.
 • Einstaklingurinn hefur náð mjög langt, en árangurinn hefur truflandi áhrif.
 • Stjórnandi þekkir ekki nægilega vel eigin styrk og hvernig beita má honum til meiri árangurs.
 • Misvægi milli vinnulífs og einkalífs sem veldur streitu.
 • Stjórnandi hefur þörf fyrir að geta skipulagt líf sitt betur út frá eigin forsendum.

Ádeila[breyta | breyta frumkóða]

Ádelendur sjá lífstíls markþjálfun sem meðferð eða sálfræðimeðferð án sálfræðilegrar fagmennsku eða faglegu eftirliti [16][17][18] Opinbert regluverk nær ekki yfir greinina og hver sem er getur sagst vera markþjálfi og það án refsingar þó svo að upp komist að viðkomandi hafi ekki fengið neina formlega þjálfun. [19] Með vaxandi vinsældum markþjálfunar þá hafa margir háskólar farið að bjóða uppá nám viðurkennd af ICF. [20] Sumir þessara skóla bjóða upp á lífstíls markþjálfunarvottun eftir aðeins nokkra daga þjálfun, [21] ICF geir kröfu uppá um 135 tíma þjálfun sem þykir lítið í samanburði við 3000 tíma þjálfun margra annara faggreina [22] Margir markþjálfar sinna góðu og faglegu verki, hafa góða reynslu og eru í samtökum sem krefja þá um virka endurmenntun og að vera með á nótunum um rannsóknir í faggreininni. Kaupendur á þjónustu markþjálfa þurfa að eiga það við sjálfan sig hverni þeir meta þjónustuveitendann þar sem ekki er um ríkisábyrgð að ræða á gæðum þjónustunnar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

 1. http://www.coachfederation.org/files/IndCred/ICFCompetenciesLevelsTable.pdf ICF Competencies Levels Table
 2. Cox,E. (2013) Coaching Understood. London. Sage.
 3. http://www.bia.ca/articles/ProjectCoaching.htm Why Project Coaching May Be Right For You
 4. http://blogs.wsj.com/independentstreet/2008/04/10/executive-coaching-worth-the-money/ Lorber, Laura. (2008) Executive Coaching – Worth the Money? The Wall Street Journal.
 5. http://www.businesscoaching.com/business-coaching-statistics/ Statistics. Business coaching.
 6. http://vongehrconsulting.com/Finding-Answers-Blog/2010/08/why-getting-a-business-coach-is-a-good-investment/ 'Why getting a business coach is a good investment' (2010) Finding answers. Vongehr consulting
 7. Rogers, Jenny. (2008) Coaching skills – a Handbook. Open University Press.
 8. http://jad.sagepub.com/content/8/4/221.abstract Accuracy of Self-Evaluation in Adults with ADHD. (2005) Journal of Attention Disorder
 9. http://www.lynnesherman.com/faqs.html FAQ, Lynne Sherman .
 10. http://health.state.tn.us/boards/pc_mft&cpt/PDFs/Life_Coach_Policy.pdf Board of Professional Counselors, Marital and Family Therapists, and Clinical Pastoral Therapists Policy Statement Regarding Unlicensed Practice by Life Coaches.
 11. http://hawaii.gov/dcca/pvl/hrs/hrs_pvl_465.pdf Hawaii State Statutes
 12. http://sehd.ucdenver.edu/cpce-internships/files/2010/08/Statute.pdf Colorado Mental Health Practice Act Article 43, Mental Health.
 13. http://www.efling.is/fraedslumal/styttri_namskeid/markthjalfun/ efling
 14. http://carpediem.is/ einkarekin markþjálfunarstofa
 15. http://www.ru.is/opnihaskolinn/markthjalfun/hvad-er-markthjalfun Markþjálfun í Opna Háskóla HR.
 16. Guay, Jennifer 16 jan. 2013, „Millennials Enter Growing, Controversial Field of Life Coaching". . (USA Today).
 17. Morgan, Spencer 27 jan. 2012, Should a Life Coach Have a Life First?..
 18. Pagliarini, Robert 20 des. 2011, „Top 10 Professional Life Coaching Myths". . (CBS News).
 19. O'Brien, Elizabeth 8 sep. 2014, „10 Things Life Coaches Won't Tell You". . (MarketWatch).
 20. „List of All Accredited Coaching Training Programs (ACTP): Hour List". . (International Coach Federation).
 21. Mitchelson, Tom 6 sep. 2010, „The Life Coach Con: Can You Really Trust Someone to Solve Your Problems?". Daily Mail.
 22. „An Overview of Licensure as a Psychologist". . (California Board of Psychology).