Margrét Vala Marteinsdóttir
Útlit
![]() |
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Margrét Vala Marteinsdóttir fædd 2. mars 1986 er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði fyrir hönd Framsóknarflokksins. Hún náði kjöri í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru 14. maí 2022. Margrét hefur sinnt ýmsum störfum í þágu fatlaðs fólks, hún starfaði um árabil sem forstöðukona Reykjadals sumarbúða og starfar núna sem forstöðukona íbúakjarna, þá hefur hún verið formaður Umhyggju félags langveikra barna.