Maraþon (bær)
Maraþon er bær á Grikklandi. Bærinn er þekktastur fyrir orrustuna við Maraþon sem átti sér stað árið 490 f.Kr. og var háð milli Forn-Grikkja og Persa, þar sem þeir fyrrnefndu sigruðu.
Maraþonhlaup
[breyta | breyta frumkóða]Samkvæmt þjóðsögunni var það boðberi að nafni Pheidippides sem hljóp þá 42 km frá Maraþon til Aþenu til að segja frá sigri Forn-Grikkja. Þegar hann kom til Aþenu hrópaði hann nenikikamen! - "við unnum!", og féll við það dauður. Þegar Ólympíuleikarnir voru teknir upp á nýjan leik árið 1896, var tilsvarandi keppnisgrein sett á fót, og sá sem vann í fyrsta skiptið var gríski vatnsberinn Spyridon Louis.[1]
Bæjarfélag
[breyta | breyta frumkóða]Núverandi bæjarfélag með nafnið Maraþon varð til árið 2011 þegar fjögur bæjarfélög sameinuðust:[2]
- Grammatiko
- Marathon
- Nea Makri
- Varnavas
Mannfjöldi
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Bær | Municipal unit | Bæjarfélag |
---|---|---|---|
1981 | 4,841 | - | - |
1991 | 5,453 | 12,979 | - |
2001 | 4,399 | 8,882 | - |
2011 | 7,170 | 12,849 | 33,423 |
Aðrir bæjir innan bæjarfélagsmarkanna eru Agios Panteleimonas (1.591 íbúi), Kato Souli (2.142), Vranas (1.082), Avra (191), Vothon (177), Ano Souli (232) og Schinias (262).
Áhugaverðir staðir
[breyta | breyta frumkóða]- Stór grafhaugur var byggður yfir hinu föllnu Aþeninga / Grikki. Er haugur þessi varðveittur og umlukinn garði.
- Útvarpsmastur til samskipta við skip í þorpinu Kato Souli er 250 m hátt, og er Grikklands hæsta mannvirki.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ [1] Stephen Gaylord Miller: Ancient Greek Athletics
- ↑ Kallikratis Geymt 13 nóvember 2018 í Wayback Machine (PDF) det græske indenrigsministerium (græsk)