Manassas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Miðborg Manassas.

Manassas er borg í Virginíu í Bandaríkjunum. Íbúar voru tæplega 38.000 árið 2010. Borgin liggur að Prince William-sýslu, Manassas Park og Fairfax-sýslu. Hún er stjórnsýslumiðstöð Prince William-sýslu. Fyrsta og önnur orrustan við Bull Run voru háðar í nágrenni bæjarins sem varð til eftir að borgarastríðinu lauk. Bærinn tók við hlutverki stjórnsýsluseturs sýslunnar af Brentsville árið 1892. Bærinn fékk stöðu borgar samkvæmt lögum Virginíu og sjálfstæða stjórnsýslu árið 1975.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.