Makimono
Útlit
Makimono (japönsku: 巻物) er austurasískt málverk sem er málað á breiddina á langa, mjóa vafninga. Vafningnum er síðan rúllað út þegar verkið er skoðað. Á kínverskum makimono-vafningum eru einkum landslagsmyndir en í Japan voru þeir notaðir til að segja sögur. Makimono-málverk voru oft tekin út í guðsgræna náttúruna og þeirra notið undir berum himni og síðan sett í stranga á ný og lögð til geymslu heima fyrir til hægt væri að njóta þeirra aftur seinna.