Gustav Mahler

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Mahler)
Ljósmynd af Mahler frá árinu 1909.

Gustav Mahler (7. júlí 1860 - 18. maí 1911) var austurrískt tónskáld við lok rómantíska tímabilsins. Þar að auki var hann hljómsveitarstjóri og var á sínum eigin líftíma helst þekktur sem slíkur. Hann samdi meðal annars níu sinfóníur og mjög mikið af lieder. Mahler hóf píanónám sex ára gamall og þegar hann var fimmtán ára komst hann inn í Konservatoríið í Vín þar sem hann lærði aðallega píanóleik en þó eitthvað í tónsmíðum. Eftir þrjú ár þar fór hann í Vínarháskóla þar sem hann lærði meðal annars hjá Anton Bruckner. Þar lærði hann heimspeki og sögu ásamt tónlist. Meðan hann lærði þar samdi Mahler sína fyrstu alvarlegu tónsmíð, Das klagende lied. Hann hóf stjórnunarferil sinn árið 1880 og sjö árum síðar var hann farinn að stjórna Niflungahringi Wagners (en Wagner var einmitt það tónskáld sem hafði einna mest áhrif á Mahler). Þess má geta að Mahler hélt því fram að allar sínar sinfóníur væru „níundu“, en með því átti hann við að þær væru allar af svipuðum mikilfengleik og níunda sinfónía Beethovens. Þar að var Mahler mjög trúaður á þá vinsælu hjátrú að tónskáld látist alltaf eftir sína níundu sinfóníu, því gaf hann sinni níundu ekkert númer. Hann lést engu að síður meðan hann var að skrifa þá tíundu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]