1312
Útlit
(Endurbeint frá MCCCXII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1312 (MCCCXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Lárentíus Kálfsson gerðist kennari við Munkaþverárklaustur að beiðni Þóris Haraldssonar ábóta en þeir höfðu áður átt í hörðum deilum.
Fædd
Dáin
- 19. júní - Loftur Hálfdanarson, riddari á Grund í Eyjafirði (f. um 1233).
- Erlendur Ólafsson sterki, lögmaður.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 29. september - Eiríkur Magnússon hertogi af Södermanland gekk að eiga Ingibjörgu dóttur Hákonar háleggs. Um leið gekk Valdimar Magnússon bróðir has að eiga Ingibjörgu dóttur Eiríks prestahatara, bróður Hákonar.
- 13. október - Klemens V páfi leysti upp reglu Musterisriddara og lagði hana niður.
- Bændur á Sjálandi gerðu uppreisn sem var barin niður með harðri hendi.
Fædd
- 13. nóvember - Játvarður 3., Englandskonungur (d. 1377).
Dáin
- 1. maí - Evfemía, drottning Noregs, kona Hákonar háleggs.
- 19. júní - Piers Gaveston, vildarvinur Játvarðar 2. Englandskonungs.
- 27. ágúst - Arthúr 2., hertogi af Bretagne (f. 1262).
- 7. september - Ferdínand 4., konungur Kastilíu (f. 1262).