Fara í innihald

Múgsaxari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Múgsaxari er landbúnaðartæki sem er notað við votverkun heys. Múgsaxarinn tætir múganum í sig af túninu og blæs svo grasinu söxuðu upp í vagn sem dreginn er á eftir. Notkun múgsaxarans er sprottin af því, að vothey verkist best ef hið nýslegna gras er forþurrkað nokkuð áður en það er rakað í múga og svo saxað, og þá látið í votheyshlöðu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.