Mínótáros

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grísk höggmynd af Míótárosi

Mínótáros (gríska: Μῑνώταυρος; úr Μίνως ταύρος „naut Mínosar“) er forngrísk goðsagnavera sem kemur fyrir í sögunni um Þeseif. Mínótáros var maður með nautshöfuð, eða „hálfur maður, hálft naut“ sem hafðist við í völundarhúsi Mínosar konungs í Knossos á Krít. Samkvæmt sögunni krafðist Mínos þess að Aþeningar sendu sjö unga menn og sjö ungar konur níunda hvert ár sem fórn fyrir Mínótáros. Þeseifur býðst til þess að fara þegar kemur að þriðju sendingunni. Á Krít verður dóttir Mínosar, Aríadne, ástfangin af Þeseifi og hjálpar honum að rata um völundarhúsið. Þar tekst honum að drepa Mínótáros með sverði Egeifs, konungs Aþenu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.