Jean-Baptiste Lully
Útlit
(Endurbeint frá Lully)
Jean-Baptiste Lully, upprunalega Giovanni Battista Lulli (28. nóvember 1632 – 22. mars 1687), var franskt barokktónskáld, fæddur á Ítalíu. Hann vann mestan hluta ævi sinnar við hirð Loðvíks 14. Frakkakonungs. Hann varð franskur ríkisborgari árið 1661. Hann var eitt helsta tónskáld síns tíma og er talinn upphafsmaður franskrar óperu. Tónlist hans er meðal annars þekkt fyrir mikinn lífleik í hröðum köflum og dýpt og tilfinninganæmi í þeim hægu. Hann lést eftir að hafa slegið í fót sinn með stafnum sem í þá daga var notaður til að stjórna hljómsveitum sem olli miklu sári og ígerð, en Lully neitaði að láta fjarlægja tána.