Fara í innihald

Loðvík prins af Lúxemborg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loðvík prins af Lúxemborg

Loðvík prins af Lúxemborg (Louis Xavier Marie Guillaume) (f. 5. ágúst 1986) er þriðja barn Hinriks erkihertoga af Lúxemborg ogMaríu Teresu erkihertogaynju. Loðvík á fjögur systkini: Vilhjálm erfðahertoga, Felix prins, Alexöndru prinsessu og Sebastien prins.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Þann 29. september 2006 giftist Loðvík kærustu sinni Tessy Antony (f. 1985) en þau höfðu eignast son þann 12. mars það sama ár. Við hjónabandið þurfti Loðvík að segja sig úr erfðalínunni að lúxemborgísku krúnunni en fékk að halda titlunum prins af Lúxemborg og hans konunglega hátign. Kona hans og börn munu hins vegar ekki hafa neina titla, einungis eftirnafnið de Nassau. Loðvík og Tessy eiga tvo syni:

  • Gabriel Michael Louis Ronny de Nassau (f. 2006)

og

  • Noah Guillaume de Nassau (f. 2007).

Fjölskyldan býr í Sviss