Fara í innihald

Listi ítalska innanríkisráðuneytisins yfir helstu sakamenn á flótta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Innanríkismálaráðuneyti Ítalíu hefur frá júlí 1992 gefið út einskonar 'most wanted' lista yfir helstu sakamenn á flótta. Ekki er þó um top 10 lista að ræða og þannig eru til dæmis 7 á listanum í þessum orðum.

Listinn er þannig:

  • Ernesto Fazzalari, eftirlýstur frá 1996 fyrir þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi, morð, vopnasmygl, eiturlyfjasmygl rán og fleira
  • Giuseppe Giorgi, eftirlýstur frá 1995 fyrir morð, fjárkúgun, fíkniefnasmygl og ólöglega förgun eiturefnaúrgangs beint út í náttúruna (gómaður í morgunsárið annan júní 2017 í San Luca)
  • Rocco Morabito, eftirlýstur frá 1994 (gómaður 4. september 2017 í Montevideo[1])
  • Attilio Cubeddu, eftirlýstur frá 1997 fyrir morð, mannrán og stórfelda líkamsárás

TIlvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Cayó en Uruguay un peligroso alto miembro de la mafia italiana“ (spænska). elpais.com.uy/. 4. september 2017.