Listasjóður Dungal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Listasjóður Dungal (áður Listasjóður Pennans) er styrktarsjóður sem einkum er ætlað að styrkja unga myndlistarmenn og eignast verk eftir þá. Sjóðurinn á því safn verka eftir fyrri styrkþega.

Gunnar B. Dungal stofnaði sjóðinn árið 1992 í minningu foreldra sinna, Margrétar og Baldvins P. Dungal. Gunnar var þá eigandi Pennans hf. og hét sjóðurinn Listasjóður Pennans. Þegar Penninn var seldur árið 2005 var ákveðið að halda starfsemi sjóðsins áfram en nafni hans var breytt.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.