Lionel Richie
Útlit
Lionel Brockman Richie Jr (fæddur 20. júní 1949 í Tuskegee í Alabama, Bandaríkjunum) er bandarískur funk, soul og r & b tónlistarmaður. Hann hóf ferilinn sem söngvari og saxafónleikari í hljómsveitinni The Commodores sem áttu vinsælar ballöður eins og Easy, Three Times a Lady og Still. Á 9. áratugnum hóf hann sólóferil og átti lög eins og Hello og All night long. Ritchie hefur reynt fyrir sér í plötuhljóðritun, kvikmyndum og sem tónlistardómari.
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Lionel Richie (1982)
- Can't Slow Down (1983)
- Dancing on the Ceiling (1986)
- Louder Than Words (1996)
- Time (1998)
- Renaissance (2000)
- Just for You (2004)
- Coming Home (2006)
- Just Go (2009)
- Tuskegee (2012)