Linguine

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Linguine pasta

Linguine (e. lin-GWEE-nay, is. lin-gví-ní) er ítölsk pastategund. Linguine er flatt eins og fettuccine og trenette. Það er breiðara en venjulegt spaghettí, um það bil 6mm – 9mm, en ekki jafn breytt eins og fettuccine. Nafnið linguine merkir „litlar tungur“ á ítölsku. Linguine er stundum kallað trenette eða bavette. Linguettine er þynnri tegund af linguine.

Linguine kemur upprunalega frá borginni Genoa í Liguria héraði á norð-vestur Ítalíu. Linguine alle vongole (linguine með kræklingum) og Trenette al pesto eru vinsælir réttir þar sem linguine pasta er notað.

Þar sem Linguine kemur frá strandabæ er það oftast eldað með sjávarfangi eða pestó en ekki eldað með kjöt- og tómatréttum eins og hefðbundið spaghettí. Linguine er vanalega gert bæði úr hveiti og heilhveiti en það síðarnefnda er oftast notað á Ítalíu. Linguine er þykkara en venjulegt spagetti og þarf þess vegna lengri eldunartíma.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]