Linguine

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Linguine pasta

Linguine er ítölsk pastategund. Linguine er flatt eins og fettuccine og trenette. Það er breiðara en venjulegt spagettí, um það bil 4 mm, en ekki jafn breitt, eins og fettuccine.[1][2] Nafnið linguine merkir „litlar tungur“ á ítölsku.[3] Linguine er stundum kallað trenette eða bavette. Linguettine er þynnri tegund af linguine.[4]

Linguine koma upprunalega frá borginni Genúa í Lígúríuhéraði á Norðvestur-Ítalíu. Linguine alle vongole (linguine með freyjuskel) og Trenette al pesto eru vinsælir réttir þar sem linguine eru notuð.[5]

Þar sem linguine kemur frá strandbæ er það oftast eldað með sjávarfangi eða pestó en ekki með kjöt- og tómatréttum eins og hefðbundið spagettí. Linguine er vanalega gert bæði úr hveiti og heilhveiti en það síðarnefnda er oftast notað á Ítalíu. Linguine er þykkara en venjulegt spagettí og þarf þess vegna lengri eldunartíma.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fresh Pasta widths and serving sizes Lasagne sheets and Asian Noodles“. www.cucinafoods.co.nz. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. desember 2019. Sótt 11. febrúar 2020.
  2. „CNN Food Central - Resources: Pasta Shapes and Sizes“. www.cnn.com. Sótt 11. febrúar 2020.
  3. „Definition of LINGUINE“. www.merriam-webster.com (enska). Sótt 11. febrúar 2020.
  4. „Linguine & Linguettine“. www.ultimatecookingguide.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. október 2016. Sótt 11. febrúar 2020.
  5. „Linguine“. Pasta Fits (bandarísk enska). 24. ágúst 2018. Sótt 11. febrúar 2020.
  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.