Limousin (nautgripakyn)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Limousin-naut og gripir í Frakklandi

Limousin er nautgripakyn upprunalega ræktað í Limousin-héraði í Frakklandi. Kynið þekkist á rauðum lit einstaklinganna og eru hreinræktaðir gripir hyrndir. Með blöndun við önnur kyn hafa fengist erfðavísar fyrir svartan lit og kollótt inn í stofninn.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta ættbók Limousinkynsins var stofnuð árið 1886 til að bæta það með náttúrulegu vali. Þó eru uppi kenningar um að kynið gæti verið allt að 20 þúsund ára gamalt sé byggt á hellaristum nálægt Montignac sem sýna nautgripi sem líkjast mjög Limousin.

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Kálfar af Limousinkyni eru stórir og fljótvaxta. Gripirnir hafa góða fóðurnýtingu og hafa þannig mikinn vaxtahraða. Hinsvegar er mjólkurlagni ekki góð en góðir kjötsöfnunareiginleikar bæta það upp. Geðslag er gott og burðarvandamál fátíðari en hjá öðrum kynjum.

  Þessi landbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.