Fara í innihald

Leptóspírósis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leptóspírósis eða mjógyrmasýki (fræðiheiti: Leptospirosis) er súnasjúkdómur sem smitar bæði dýr og menn og stafar af bakteríunni Leptospira interrogans. Smit berst ekki manna á milli. Algengast er að smit berist frá nagdýrum í menn og þá aðallega eftir snertingu við þvag eða vatn frá rottum eða öðrum smituðum dýrum. Bakterían getur lifað marga mánuði í vatni eða rakri jörð. Meðgöngutími frá smiti þar til einkenni koma fram er ein til tvær vikur. Algengast er að sýking valdi ekki einkennum eða sýking með hita sem líkist inflúensu en við Weils-sjúkdóm sem er alvarlegasta sjúkdómsmyndin og getur orðið lífshættuleg fara bakteríurnar út í blóðið og eru helstu einkenni þá hár hiti, kalda, höfuðverkur og beinverkir. Eftir 4 til 5 daga koma í ljós áhrif á lifrar- og nýrnastarfsemi með gulu og vökvasöfnun í líkama. Einnig geta orðið blæðingar í slímhúð og lungum.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.