Lena Gunnlaugsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lena Gunnlaugsdóttir, húsfreyja og ljóðskáld, fæddist árið 1935 á Móafelli í Fljótum í Skagafirði. Þaðan fluttist hún á fyrsta ári með foreldrum sínum að Atlastöðum í Svarfaðardal. Lena bjó þar félagsbúi með foreldrum sínum, ásamt eiginmanni, Jóhanni Sigurbjörnssyni, frá 1958 og þar bjuggu þau allan sinn búskap, allt til ársins 2000. Þá brugðu þau búi og fluttu sig neðar í sveitina í Laugarból. Þar bjó Lena til 2018 en flutti þá til Dalvíkur.

Árið 2007 gaf Lena út ljóðabókina Nafnlaus ljóð. Ljóð hennar hafa birst víðar, meðal annars í Norðurslóð og sem sönglög á hljómdiskum.

Heimild: Kvæða- og vísnasafnið Haraldur, http://bragi.arnastofnun.is/haraldur/hofundur.php?ID=17593