Leiðvallarhreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leiðvallarhreppur

Leiðvallarhreppur var hreppur í Vestur-Skaftafellssýslu, kenndur við bæinn Leiðvöll í Meðallandi, sem var þingstaður hreppsins en er nú í eyði.

Til forna náði hreppurinn yfir þrjár sveitir: Meðalland, Álftaver og Skaftártungu, en var skipt í þrennt árið 1886. Vestan Kúðafljóts og Hólmsár varð að Álftavershreppi, ofan Hólmsár að Skaftártunguhreppi en austan Kúðafljóts hét áfram Leiðvallarhreppur.

Hinn 10. júní 1990 sameinuðust hrepparnir þrír á ný og auk þess Kirkjubæjarhreppur og Hörgslandshreppur, undir nafninu Skaftárhreppur.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.