Leiðtogafundur um sjálfbæra þróun
Útlit
Leiðtogafundur um sjálfbæra þróun var ráðstefna nokkurra stjórnmálaleiðtoga og fólks úr atvinnulífinu haldin að undirlagi Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, frá 26. ágúst til 2. september árið 2002. Ráðstefnan er stundum kölluð Rio+10 þar sem hún kemur í kjölfar Umhverfisráðstefnunnar í Ríó 1992. Áhersla var á hlutverk fyrirtækja og félagasamtaka við að mæta þeim markmiðum sem sett voru fram í Dagskrá 21. Meginniðurstaða ráðstefnunnar var Jóhannesarborgaryfirlýsingin.